12.03.1921
Efri deild: 21. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 752 í C-deild Alþingistíðinda. (3322)

156. mál, erfingjarenta

Jóhannes Jóhannesson:

Jeg vildi biðja háttv. nefnd að athuga, hvort ekki væri rjett að strika út tilv. í 1. gr. frv., „samkv. 1. nr. 15, 11. júlí 1911“. Nú liggur fyrir þinginu frv. um erfðafjárskatt, en með því, er það verður að lögum. falla úr gildi lög nr. 15, 11. júlí 1911. Og getur þá orkað tvímælis, hvor lögin eigi að gilda í þessu efni, enda álít jeg tilv. óþarfa.

Í 3. gr. frv. er prentvilla, „hjú“ í stað hjúa.