12.03.1921
Efri deild: 21. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 752 í C-deild Alþingistíðinda. (3323)

156. mál, erfingjarenta

Björn Kristjánsson:

Fyrirspurn hv. þm. Snæf. (H. St.) um það, hvort ekki væri rjett að styrkja hjú, hvort heldur væru gift eða ógift, get jeg svarað þannig, að semjandi frv., Eiríkur Briem, hefir athugað þetta og komist að þeirri niðurstöðu, að meira væri um vert að styrkja hjú, sem væru gift og ættu börn, heldur en þau, sem einungis hefðu fyrir sjálfum sjer að sjá.