15.04.1921
Neðri deild: 44. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 21 í D-deild Alþingistíðinda. (3390)

103. mál, mat á aðfluttum kornvörum

Jón Baldvinsson:

Út af því, sem sagt hefir verið um vöruskemdir landsverslunar, vil jeg taka það fram, að þar gætti nokkurs misskilnings, því jafnvel þó að aldrei verði kann ske komist alveg hjá slíku, þá er þó meiri trygging hjá ríkisverslun en öðrum, að ekki sje flutt inn skemd matvara. Og hið opinbera eftirlit með innflutningnum er þá komið af sjálfu sjer.