18.03.1921
Neðri deild: 26. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 179 í B-deild Alþingistíðinda. (340)

38. mál, verslun með tilbúinn áburð og kjarnfóður

Jón Sigurðsson:

Að eins örfá orð til háttv. 1. þm. Rang. (Gunn. S.). Hann sagði í fyrri ræðu sinni, að mönnum mundi oft ekki hægt að gefa upp neitt ákveðið um efnainnihald fóðurbætis, og nefndi t. d. lifur. En það er einmitt tekið fram á öðrum stað í frv., að sje seljanda ókunnugt um það, þá eigi hann að taka það fram, og geri hann það, kemur sektarákvæðið auðvitað ekki til greina.