03.05.1921
Neðri deild: 61. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 63 í D-deild Alþingistíðinda. (3433)

115. mál, hrossasala innanlands

Pjetur Ottesen. Jeg vil aðeins skjóta því til hv. nefndar, viðvíkjandi öðrum lið till., að þar mundi rjettara að gera á nokkra breytingu. Jeg held að það sje óhjákvæmilegt, að það komi skýrt fram, að markaðshaldarar ráði því, hvernig mörkuðunum skuli hagað. Þetta verða þeir svo að sjálfsögðu að ákveða í samráði við stjórnina, sem hagar því eftir áætlunum þeirra skipa, er flytja eiga hrossin út. Komi þetta ekki skýrar fram en það er orðað nú, gæti risið reipdráttur um þetta atriði milli markaðshaldara og hjeraðanna, sem sjá eiga um hrossin að öðru leyti, sem gæti orðið til þess að rugla og tefja útflutninghrossanna. Það væri gott, að nefndin vildi athuga þetta nánar.