11.04.1921
Neðri deild: 40. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 183 í B-deild Alþingistíðinda. (346)

38. mál, verslun með tilbúinn áburð og kjarnfóður

Frsm. (Þórarinn Jónsson):

Það eru aðeins örfá orð, sem jeg vildi svara hæstv. atvrh. (P. J.). Nefndin er á gagnstæðri skoðun, hvað snertir verslun með tilbúinn áburð og fóðurbæti. Áburðurinn er seldur í smærri stíl til tilrauna, og þarf því að vera ósvikinn. En hvað fóðurbæti snertir, eru sjaldnast keyptar undir tvær síldartunnur í einu, og þar þá komið lágmarkið. Enda er lágmarkið á tilbúnum áburði fært niður samkvæmt ósk skólastjórans á Hvanneyri, og hann tók ennþá dýpra í árinni, hann vildi jafnvel færa það niður í 100 kg.

Viðvíkjandi síldinni er það að segja, að eins og mikið er keypt af henni, þá er það ekki þýðingarlaust að gera tryggingarskilyrði, hvað mikill þungi síldar sje í tunnunni.

Fleira þykist jeg ekki þurfa að segja, en leyfi mjer að leggja til, að frv., með þessum breytingum nefndarinnar, fái fram að ganga.