03.05.1921
Neðri deild: 61. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 120 í D-deild Alþingistíðinda. (3515)

121. mál, ullariðnaður

Pjetur Ottesen:

Jeg vil gera það að tillögu minni, að máli þessu verði vísað til landbúnaðarnefndar og það því fremur, sem mjer er einmitt kunnugt um, að hún hefir till. á prjónunum, sem fer í svipaða átt. Færi best á því að sameina þær báðar og að það kæmi skýrt fram í till. nefndarinnar, hvað sitja ætti í fyrirrúmi um rannsóknir. Það er vitanlega nauðsynlegt að athuga og rannsaka öll þessi atriði, en svo verður að haga þessu, að rannsókn og undirbúningur nái fyrst til þess, er fyrst má að gagni verða.

Tillögu þessa, sem hefir í för með sjer fjárútlát úr ríkissjóði, verður að sjálfsögðu að bera undir fjárveitinganefnd og fá álit hennar um þá hlið málsins.