11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 137 í D-deild Alþingistíðinda. (3528)

121. mál, ullariðnaður

Frsm. (Björn Hallsson):

Hv. 1. þm. Rang. (Gunn. S.) ljet í ljós vanþóknun sína á því, að landbn. hefði felt úr till. rannsóknina á sútunarverksmiðjum. Það er nokkuð seint, sem þetta kemur fram; hann hefði átt að vera viðstaddur við fyrri umr. og gera þá breytingu á þessu, en nú getur hann ekki gert það. Hann heyrði ekki þær ástæður, sem jeg færði fram fyrir nefndarinnar hönd fyrir þessari breytingu, en hann hefir getið rjett í eyðumar. Nefndin áleit, að það mundi kosta nokkurt fje, og lagði því til að fresta því, að það kæmi til framkvæmda. Jeg sagði líka við fyrri umr., að líklegt væri og eðlilegt, að samband kaupfjelaganna og ýmsir kaupmenn, sem hefðu áhuga á bættum markaði fyrir þessa vöru, mundu má ske áður langt liði um gera umbætur á verkun þessarar vöru. Svo að það er ekki alveg út í hött, að nefndin kom fram með þetta, og jeg þóttist rökstyðja það nokkurn veginn við fyrri umr. Það hefði verið tækifæri fyrir þennan hv. þm. (Gunn. S.) að koma með brtt. við þessa umr. ef hann hefði hugsað um það, en nú er það of seint, í þessari deild að minsta kosti, ekki fyr þá á næsta þingi, eins og líka hv. þm. (Gunn. S.) var að tala um.