13.05.1921
Efri deild: 69. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 138 í D-deild Alþingistíðinda. (3532)

121. mál, ullariðnaður

Halldór Steinsson:

Jeg hygg, ef till. þessi verður samþ. og stjórnin tekur nokkurt tillit til hennar, að af samþykt hennar leiði meiri kostnaður en menn grunar. Þetta á sjerstaklega við 3. lið till. Jeg get ljeð 1., 2. og 4. lið samþykki mitt, því þeir standa í sambandi við rannsókn fyrirhugaðra tóvinnuvjela, en alt öðru máli er að gegna um 3. lið; hann mundi baka ríkinu svo mikinn kostnað, að jeg sje ekki, að unt sje að samþykja hann. Síðustu setningu liðsins skil jeg ekki. Þar stendur: „Þar á meðal hvernig fjáröflun til fyrirtækjanna og eignarfyrirkomulagi þeirra verður best hagað“. Jeg veit ekki, hvernig fjáröflun á að fara fram í sambandi við kostnaðaráætlun um þetta. Mjer skilst þessi síðasta setning óþörf og fjarstæða.

Jeg vil þess vegna óska, að forseti beri upp hvern lið út af fyrir sig, því jeg get ekki verið með 3. lið, þótt jeg geti samþykt 1., 2. og 4. lið.