23.02.1921
Neðri deild: 7. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 192 í D-deild Alþingistíðinda. (3584)

51. mál, viðskiptamálanefnd Nd

Ólafur Proppé:

Það er aðeins lítil athugasemd, sem jeg vildi gera. Mjer þykir vænt um, að við skulum vera orðnir sammála, hv. þm. Ak. (M. K.) og jeg, um það, að nauðsyn sje á að rannsaka landsverslunina og ástæðumar fyrir viðskiftahömlunum. Það er altaf gleðilegt, þegar menn sjá sig um hönd, og það á jafnskömmum tíma eins og hv. þm. (M. M.) hefir gert.

Hvað þessa endurskoðunarmenn landsverslunarinnar snertir, þá hafði jeg ekki til þeirra spurt, og væri mjer því kært, ef hv. þm. (M. K.) vildi skýra mjer frá því, hverjir þeir sjeu.

Um steinolíuna verð jeg að halda því sama fram og jeg hefi áður gert, sem sje, að landsverslunin hafi ekki átt upptökin í því máli.

Viðvíkjandi því, að jeg eða verslun sú, sem jeg er viðriðinn, hafi orðið að skifta við landsverslunina undanfarið, þá er þar til að svara, að verslun okkar hlýtur, eins og hver önnur verslun í landinu, að vera háð viðskiftahömlunum, og leiðir þá af sjálfu sjer, að hún hefir orðið að kaupa af landsversluninni þær vörur, sem hún hefir haft einkainnflutning á, og öðruvísi hefir ekki verið hægt að ná í.