24.02.1921
Neðri deild: 8. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 282 í D-deild Alþingistíðinda. (3664)

48. mál, sambandslögin

Jakob Möller:

Mjer þykir það undarlegt, að hv. deild þarf að láta nefnd rannsaka skýlausan og fullkominn rjett Íslands samkvæmt sambandslögunum. Málið er þannig vaxið, að það er óviðeigandi að vísa því til nefndar. Það liggur svo ljóst fyrir, að allir þm. hljóta að hafa áttað sig á því, og mjer þykir það lýsa of lítilli skerpu og ákveðni um sjálfstæði landsins að vefja þetta mál. Jeg get þess vegna ekki varið það fyrir sjálfum mjer að greiða atkv. með því, að málið fari í nefnd. Um aðra þm. get jeg ekki sagt; þeir verða að fara eftir því, sem samviska þeirra býður þeim.