17.03.1921
Neðri deild: 25. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 578 í D-deild Alþingistíðinda. (3796)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Forseti (B. Sv.):

Þrátt fyrir það, sem hv. 3. þm. Reykv. (J. Þ.) vitnaði til þingskapanna, þá verð jeg að álíta, að úrskurðurinn um afdrif dagskrárinnar hafi verið rjett feldur, og vil í því efni jafnframt skírskota til 2. málsgreinar 44. gr. þingskapanna, er hljóðar svo:

„Engin ályktun er lögmæt, nema meira en helmingur fundarmanna, þeirra, sem atkvæðisbærir eru, greiði atkvæði með henni“.

Nú getur engin deila verið um það, að meira en helmingur þingmanna var á fundi, og greiddi þar atkvæði, einmitt meðan á atkvæðagreiðslunni stóð um dagskrána, því að í þeirri atkvæðagreiðslu fóru fram margar atkvæðagreiðslur, sem allir deildarmenn tóku þátt í. — Þar sem 12 þingmenn greiddu atkvæði gegn dagskránni, en enginn með, enda höfðu hinir sjálfir gert sig óatkvæðisbæra með undanfærslu, þá verður ekki annan veg á litið en dagskráin væri fallin. — Um þetta atriði verða svo engar frekari umræður, og segi jeg

fundi slitið.

Fundabókun.

í byrjun 26. fundar í Nd., föstudaginn 18. mars, mælti