18.03.1921
Neðri deild: 26. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 579 í D-deild Alþingistíðinda. (3798)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Magnús Pjetursson:

Jeg vildi, sem skrifari deildarinnar, leyfa mjer að leggja það til, sökum þess, að 21/2 tími mundi líða áður en fundur gæti byrjað aftur, að leyfð yrðu þau afbrigði frá þingsköpum, að gerðabókin verði ekki borin undir samþykki deildarinnar fyr en á næsta fundi. Jeg vildi leyfa mjer að biðja hæstv. forseta að bera það undir deildina.