19.03.1921
Neðri deild: 27. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 580 í D-deild Alþingistíðinda. (3805)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Forseti (B. Sv.):

Jeg ætla þá að leyfa mjer að lesa hjer upp það, sem 5 deildarmenn hafa í heimildarleysi leyft sjer að pára inn í bókina:

„Við framanritaða fundargerð athugast, að forseti hefir ekki lýst riett niðurstöðunni af atkvæðagreiðslu um rökstudda dagskrá frá 1. þm. Rang. (Gunn. S.), því að sú dagskrá er ekki fallin með atkvæðagreiðslunni, heldur hefir engin lögmæt ályktun verið um hana gerð, sjá 44. og 47. gr. þingskapanna.

Jón Þorláksson, M. J. Kristjánsson, 3. þm. Reykv. þm. Akureyrar.

Sigurður Stefánsson, þm. N.-Ísf.

Þórarinn Jónsson, 2. þm. Húnv.

Jón A. Jónsson, þm. Ísfirðinga.