19.03.1921
Neðri deild: 27. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 592 í D-deild Alþingistíðinda. (3834)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Forseti (B. Sv.):

Það hefir ekki ósjaldan fyrir komið, að forseti hafi talað úr forsetastól, og hafa þingforsetar gert það á undan mjer, og ekki þótt tiltökumál. Veit jeg og ekki, hversu forseti má undan því komast að verja hendur sínar, þar sem veist er að honum og gerðum hans úr ýmsum áttum á þingfundi.

Annars mun jeg ekki biðja hæstv. forsrh. (J. M.), þótt fjölfróður sje, að kenna mjer þingsköp.