21.03.1921
Neðri deild: 28. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 596 í D-deild Alþingistíðinda. (3845)

87. mál, vantraust á núverandi stjórn

Þórarinn Jónsson:

Jeg vona, að skap hæstv. forseta sje komið svo í lag aftur, að hann missi ekki jafnvægið, þótt hann fái örstutta fyrirspurn. Í gerðabók er ritað þingsafglöp við þá hv. þm., sem rituðu í bókina, en sagt, að hv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.), sem strikaði orðin út í heimildarleysi, hafi verið víttur. Jeg vil því gera þá fyrirspurn til hæstv. forseta, hvort svo eigi að skilja þetta, sem þingsafglöp sje meira heldur en að hafa unnið til þess að vera víttur, og eftir hvaða grein þingskapanna þetta sje nefnt þingsafglöp?