05.04.1921
Neðri deild: 35. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 206 í B-deild Alþingistíðinda. (389)

2. mál, erfðafjárskattur

Magnús Kristjánsson:

Mjer virðast brtt. á þskj. 182 og á þskj. 209 ekki geta orðið sþ. hvor út af fyrir sig, heldur ætti brtt. á þskj. 209 að vera brtt. við till. á þskj. 182. Jeg hefi ekkert á móti því að sú till. nái fram að ganga við 3. umræðu, ef brtt. á þskj. 182 verður samþykt nú.

Um brtt. háttv. þm. Barð. (H. K.) ætla jeg ekki að fjölyrða. Mjer liggur hún í ljettu rúmi, en þó að nefndin hafi ekki sjeð ástæðu til að taka hana á sína arma, hafa allir nefndarmenn óbundnar hendur um það mál.