05.04.1921
Neðri deild: 35. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 207 í B-deild Alþingistíðinda. (393)

2. mál, erfðafjárskattur

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg sje ekki ástæðu til að ræða þetta frekar, en jeg held, að það sje einsdœmi í löggjöf landanna, að gera fósturbörnum og kjörbörnum jafnhátt undir höfði. Ef háttv. þm. er mjög illa við kjörbörnin, álít jeg að hann hefði heldur átt að taka þau undan, í stað þess að setja fósturbörnin jafnhátt. Og að því skyldi jeg ganga.