15.02.1921
Efri deild: 1. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 53 í B-deild Alþingistíðinda. (40)

Minning Stefáns skólameistara Stefánssonar

Þá mælti

forseti (G. B.) Síðan vjer mættumst hjer á þingi síðast, hefir þjóðin mist einn af sínum mætustu mönnum. Er skylt að efri deild Alþingis minnist hans. Þessi maður er Stefán Stefánsson, skólameistari.

Hann var fæddur 1. ágúst 1863 á Heiði í Gönguskörðum, en andaðist að heimili sínu á Akureyri 20 jan. 1921. Hann var þingmaður Skagfirðinga árin 1901–1907, konungkjörinn þingmaður 1909–1915, en forseti efri deildar 1913–1915.

Hjer sitja enn menn, sem unnu með honum á þingi, og um alt land saknar þjóðin þessa mæta manns.

Jeg þakka yður, góðir þingbræður, að þjer hafið ótilkvaddir staðið upp til þess að heiðra minningu þessa merka látna þingbróður.