07.03.1921
Efri deild: 16. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 211 í B-deild Alþingistíðinda. (410)

35. mál, lífeyrissjóður barnakennara

Frsm. (Sigurjón Friðjónsson):

Breytingar þær, sem allshn. hefir gert við frv., eru mjög smávægilegar. Það er að eins sú fyrsta, sem er efnisbreyting. Hún fer fram á að sleppa ákvæðinu um það, að ef árslaun sjeu hærri en 3000 kr., þá greiðist ekkert gjald af því, sem fram yfir er. Virðist sú breyting bæði rjettmæt og sjálfsögð.

2. og 3. breyting eru í rauninni að eins málsrjettingar, þar sem numin eru burt orð og ákvæði, sem ekki geta komið til greina, eftir að þær breytingar eru á orðnar, sem frv. ber með sjer.

Að öðru leyti vísar nefndin málinu til umsagnar og atkvæða háttv. deildar.