19.02.1921
Neðri deild: 4. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 218 í B-deild Alþingistíðinda. (426)

4. mál, lestagjald af skipum

Fjármálaráðherra (M. G.):

Þetta frv. er nokkurs konar samloka við fasteignaskattsfrumvarpið, og jeg álít, að þau eigi að fylgjast að, enda eru þau bygð á sama grundvelli, og svipuð ákvæði í báðum. Frv. er í raun rjettri gamall kunningi þessarar háttv. deildar, því að það var samþykt hjer 1919, en dagaði uppi í háttv. Ed., eða rjettara sagt, var þá í raun rjettri tekið inn í 55. gr. aukatekjulaganna.

Jeg vænti því, að frv. verði vel tekið hjer og að því verði vísað til fjárhagsnefndar, þegar þessi umræða er á enda.