15.02.1921
Efri deild: 1. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í B-deild Alþingistíðinda. (43)

Stjórnarfrumvörp lögð fram

atvinnumálaráðherra (P. J.):

Jeg legg hjer fram fyrir hönd dómsmálaráðherra sex frumvörp.

1. Frv. til laga um afnám laga nr. 12, frá 18. sept. 1891, um að íslensk lög verði eftirleiðis að eins gefin á íslensku.

2. — til laga um breyting á lögum nr. 36, 26. okt. 1917, um stofnun alþýðuskóla á Eiðum og afhending Eiðaeignar til landssjóðs.

3. — til laga um afstöðu foreldra til skilgetinna barna.

4. — til laga um stofnun og slit hjúskapar.

5. — til laga um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna.

6. — til laga um einkasölu á lyfjum.

Enn fremur legg jeg hjer fram önnur sex frumvörp fyrir hönd atvinnumáladeildarinnar, þau sem jeg nú tel:

1. Frv. til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að taka einkasölu á kornvörum.

2. — til laga um skipulag kauptúna og sjávarþorpa.

3. Frv. til laga um breyting á 77. og 78. gr. fátækralaga 10. nóv. 1905.

4. — til laga um breyting á lögum nr. 54, 30. júlí 1909, um stofnun vátryggingarfjelags fyrir fiskiskip.

5. — til laga um hlutafjelög, og

6. — til laga um verslun með tilbúinn áburð og fóðurbæti.

Í þriðja lagi legg jeg fram fyrir hönd fjármáladeildar þrjú frumvörp. Þau eru þessi:

1. Frv. til laga um lífeyrissjóð embættismanna og ekkna þeirra.

2. — til laga um lífeyrissjóð barnakennara og ekkna þeirra.

3. — til laga um breyting á lögum nr. 71, 28. nóv. 1919, um laun embættmanna.

Jeg hefi ekki neinu við þessa tilkynningu að bæta að þessu sinni.

Á 4. fundi í Ed., laugardaginn 19. febr., mælti