27.04.1921
Efri deild: 53. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 222 í B-deild Alþingistíðinda. (437)

4. mál, lestagjald af skipum

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg þarf að eins að segja fáein orð út af till. háttv. nefndar, um að fella burtu ákvæði frv. um að breyta megi skattinum með fjárlagaákvæði. Þetta skil jeg sem sje á alt annan veg en nefndin. Jeg lít á þetta sem tryggingarráðstöfun, er miði að því að vekja hvert þing, sem skattinn hækkar, til umhugsunar um það, að ástæða sje til að athuga, hvort ekki sje hægt að komast hjá hækkuninni, með því að draga úr gjöldunum. Þessi aðvörun kemur ekki fram á hverju ári, ef lögunum er breytt, því að þá standa þau óhreyfð, þar til þeim er breytt aftur. Samskonar ákvæði og þetta eru víða í skattalöggjöf annara landa, og þykja styðja að heilbrigðu íhaldi í fjáreyðslu.