06.04.1921
Efri deild: 36. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í B-deild Alþingistíðinda. (500)

23. mál, stofnun og slit hjúskapar

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg get ekki fallist á rök háttv. frsm. (Jóh. Jóh.) um 19. gr. frv. í sambandi við lýsinguna. Mjer finst það ekki koma þessu máli við, hvort undanþágan er gerð þrengri eða rýmri.

Jeg skal ekki orðlengja um þetta atriði. Það er öllum ljóst, hvað hjer er um að ræða. Það er ætlast til, að þessi vottorð liggi fyrir hendi þegar lýsing fer fram, í staðinn fyrir eins og fyr var, áður en vígsla færi fram.