06.04.1921
Efri deild: 36. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 261 í B-deild Alþingistíðinda. (502)

23. mál, stofnun og slit hjúskapar

Halldór Steinsson:

Háttv. þm. Seyðf. (Jóh. Jóh.) sagði, að nefndin hefði ekki sjeð neina ástæðu til að breyta þessari gr., sem lýtur að undanþágunum, og kvað það atriði hafa verið borið undir lækna og vandlega íhugað af þeim. Nú er mjer ekki kunnugt um, að þetta hafi verið borið undir nokkum íslenskan lækni. Jeg tel þess fulla þörf, að þetta sje borið undir íslenska lækna, og löggjöf vor í þessu efni bygð á úrskurði þeirra, því að það er kunnugt, að það stendur öðruvísi á hjer en erlendis um ýmsa sjúkdóma og varnir gegn þeim, t. d. holdsveikina.

Þá sagði háttv. þm. Seyðf. (Jóh. Jóh.), að þetta fólk myndi auka kyn sitt, þótt ekki í hjúskap, og engin bót mundi vera að stuðla að vexti þess með of hörðum lögum. Það er rjett, að með því móti gætu lausaleiksbörnin orðið eitthvað fleiri, en hitt mun háttv. þm. (Jóh. Jóh.) samdóma mjer um, að þau verði þó aldrei eins mörg og hjónabandsbörnin ella. Tel jeg þetta fulllangt sótt sjá háttv. frsm. (Jóh. Jóh.).