06.04.1921
Efri deild: 36. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 266 í B-deild Alþingistíðinda. (507)

23. mál, stofnun og slit hjúskapar

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg get ekki fallist á, að „sanngjarnar bætur“ svari til „hæfilegar bætur“, og að það komi skýrt fram, að það miðist við kjör beggja hjónaefna. Þetta er, eins og frsm. (Jóh. Jóh.) tók fram, nýtt ákvæði, og jeg mundi helst óska, að það stæði eins og það er í frv. En annars ætla jeg að mælast til, að háttv. frsm. (Jóh. Jóh.) geymi brtt. 17 b og c til 3. umr. (Jóh. Jóh.: Tek aftur brtt. 17, b og c liðinn).