19.02.1921
Neðri deild: 4. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 297 í B-deild Alþingistíðinda. (537)

6. mál, einkasala á tóbaki

Fjármálaráðherra (M. G.):

Jeg get ekki verið að gera hv. 1. þm. Reykv. (Jak. M.) það til geðs, að segja honum núna, hversu mikla áherslu jeg legg á þetta mál. Jeg skil vel, hvað hann meinar með þessu. Hv. þm. (Jak. M.) kvartaði yfir, að jeg hefði misskilið hann, og bið jeg hann forláts á því, en vil jafnframt biðja hann um að tala framvegis svo greinilega, að hægt sje að skilja hann.

Að öðru leyti tel jeg ekki ástæðu til að ræða frekara um málið á þessu stigi, en nú tel jeg ekki einungis bundið fyrir naflastrenginn. heldur og barnið laugað og lagt í reifar.