13.04.1921
Efri deild: 42. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 367 í B-deild Alþingistíðinda. (577)

6. mál, einkasala á tóbaki

Frsm. meiri hl. (Sigurjón Friðjónsson):

Þó að fjárhagsnefnd klofnaði í þessu máli, var það reyndar í bróðerni og á þann hátt, að jeg hugsa, að samvinna í nefndinni verði góð hjer eftir eins og hingað til. Það, sem á milli bar, ætla jeg líka að hafi tæplega verið eins mikið og ætla mætti af áliti minni hluta nefndarinnar. Jeg skildi það svo, að minni hlutinn væri ekki á móti því að afla ríkissjóði tekna af tóbaki, en hann vildi ekki gera það á þennan hátt, heldur með auknum tolli. Hvort meðnefndarmenn mínir í meiri hlutanum geta gengið inn á þá braut, veit jeg ekki, en fyrir mig get jeg sagt, að mjer þykir tóbakstollurinn, eins og hann nú er, eitthvert allra ósanngjarnasta skattgjald, sem þjóðin á við að búa, og því jeg alls ekki fært að auka hann. Og jeg tel þetta frv. einmitt fram komið til þess að reyna að fá meiri tekjur af tóbakinu, án þess að útsöluverðið lækkaði, því að mín ætlun er, að sá tekjuauki, sem landið fær af þessu frv., eigi frekar að koma frá því, sem sparast á verslunarútgjöldum en frá verðhækkun í útsölu. Jeg lít svo á, að samfara framkvæmd slíkra laga og hjer er gert ráð fyrir verði að koma reglugerð um hæfilega álagningu smásalanna, og að úr þeirri átt komi einkum hinar áætluðu tekjur.

Annað, sem kom til tals í nefndinni, var um áfengi, sem flutt er inn til iðnaðar. Jeg leit þar á eins og minni hlutinn, að hæpið væri að leggja mikinn toll á það áfengi. Á annað þarf jeg ekki að minnast, áfenginu viðkomandi. því að innan nefndarinnar varð samkomulag um að fá lyfjanefndinni áfengið til umsagnar.

Aðalágreiningurinn er um það, hvort ganga eigi inn á einkasölubrautina. Því er minni hlutinn algerlega mótfallinn. Jeg get sagt það, að jeg er fylgjandi frjálsri verslun, eins og nú standa sakir, í aðalatriðunum. En undantekningar get jeg vel hugsað mjer frá þessari meginreglu. Jeg álít t. d. alveg rjettmætt, að ríkið taki í sínar hendur einkasölu á vörutegundum, sem þegar áður er komin einokun á, eins og nærri lætur, að hjer sje nú á steinolíu. Sama vil jeg telja að gildi, eða geti gilt, í þeim tilfellum. þegar ríkið vill afla sjer sjerstaklega mikilla tekna af einhverri vissri vöru, eins og hjer er um að ræða. Jeg get enn fremur hugsað mjer fleiri tilfelli, þar sem rjett væri að reyna þetta, eins og t. d. það. er hjer lá fyrir á þessu þingi. um einkasölu á kornvöru. Yfirleitt lít jeg á einkasöluhugmyndina svo, sem hún sje á tilraunastigi, og að rjett sje að reyna hana, en eigi í stórum stíl í fyrstu. Eftir fenginni reynslu mundu þá síðari tímar haga sjer, ganga áfram eða aftur á bak, eftir því seni reynslan benti til.

Jeg vil að eins minnast á tekjurnar, sem gert er ráð fyrir að ríkissjóður fái eftir þessu frv. Eftir frv. stjórnarinnar eru þær áætlaðar 200 þús. kr., áður en kostnaður er dreginn frá. En í frv., eins og það kemur frá Nd., er álagningin hækkuð um þý, og ættu þá tekjurnar, samkvæmt því, að vera kringum 300 þús. kr.; þar frá dregst svo kostnaður. Um þennan útreikning hefi jeg ekkert frekar að segja.