15.03.1921
Neðri deild: 23. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 471 í B-deild Alþingistíðinda. (668)

37. mál, varnir gegn berklaveiki

Magnús Pjetursson:

Af því að háttv. þm. Borgf. (P. O.) var að bera hönd fyrir höfuð nefndarinnar, þá langar mig til að gera örstutta athugasemd.

Þessi háttv. þm. (P. O.) sagði, og að því er virtist einnig fyrir hönd allshn., að eina ráðið, sem milliþinganefndin hefði fundið, væri það, að byggja sjúkrahús. En þá hefir nefndin lesið nokkuð illa nefndarálit okkar, ef hún hefir þar ekki fundið neitt annað ráð.

En ef hann er ánægður með gerðir sínar og nefndarinnar í þessu máli, og finst hann vera frelsari þessa lands, þá er það gott fyrir hann.