19.03.1921
Neðri deild: 27. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 473 í B-deild Alþingistíðinda. (672)

37. mál, varnir gegn berklaveiki

Björn Hallsson:

Jeg vil að eins svara fyrirspurn hæstv. forsrh. (J. M.), að svo miklu leyti sem hún tekur til mín sem skrifara og framsögumanns allshn. í þessu máli, þótt jeg sje ekki formaður hennar.

Allshn. hefir ákveðið að koma fram með hin frv. frá milliþinganefnd, en vegna vantrausts þingsins undanfarið hefir mjer ekki unnist tími til að skrifa nefndarálit ennþá. En það dregst ekki lengi hjer eftir, það get jeg fullyrt.

Eins og jeg benti á, er frv. um varnir gegn berklaveiki var til umræðu hjer síðast, þá fylgdust þessi 4 frv. nokkuð að. Nú var aðalfrumvarpið samþykt hjer í hv. deild við 2. umr., og taldi þá nefndin rjett, að þessi 3 frv. kæmu líka fram, svo þm. gætu látið í ljós álit sitt á þeim líka. Hins vegar býst jeg við, að deildinni sje kunnugt um skoðanir okkar nefndarmanna á þessum frv., enda ætla jeg ekki að fara að lýsa þeim hjer.