20.04.1921
Neðri deild: 48. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 488 í B-deild Alþingistíðinda. (688)

37. mál, varnir gegn berklaveiki

Jón Sigurðsson:

Það er aðallega háttv. 1. þm. N.-M. (Þorst. J.), sem jeg þarf að svara nokkrum orðum. Hann sagði rjettilega, að ætlast væri til, að kennarar þyrftu að láta af störfum, ef þeir sýktust af berklaveiki. En jeg held því fram, að sjeð sje fyrir þessum mönnum í lífeyrissjóðslögunum, sem við höfum nú verið að semja. Og hvað því viðvíkur, að ríkið leggi ekkert til, þá er það rangt, þar sem 50 þús. kr. stofnsjóðurinn er frá ríkinu að mestu. Jeg veit, að það er enginn heimavistarbarnaskóli á landinu. En það er framtíðardraumur, og menn mjög sammála um, að að því beri að stefna, svo fyllilega er rjettmætt að nefna þá menn, sem þá kæmu til greina.