10.05.1921
Efri deild: 66. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2494 í B-deild Alþingistíðinda. (70)

Traustsleitun stjórnarinnar í efri deild

Sigurður Eggerz:

Mjer er ómögulegt að skilja þetta öðruvísi en að hjer sje hreint og beint spurt um það, hvort hæstv. stjórn hafi traust þingmanna eða ekki. Að slík atkvæðagreiðsla fari fram, án þess menn fái svo mikið sem að gera grein fyrir atkvæði sínu, það álít jeg hreinustu ósvinnu. Og ef háttv. deild samþykkir slíkt, þá skoða jeg svo, sem ofbeldi sje þar með framið á þeim, sem ræða vilja málið.

Jeg vildi aðeins láta þessi orð fylgja þessari fáheyrðu athöfn, og það með, að hjer er nokkuð á ferðinni, sem þjóðin skal fá að heyra og dæma um síðar.