27.04.1921
Efri deild: 53. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 500 í B-deild Alþingistíðinda. (707)

21. mál, afstaða foreldra til óskilgetinna barna

Forsætisráðherra (J. M.):

Það er alls ekki tilgangur frv. að breyta því, sem nú er fast í lögum, að skilgerð börn, eftir að þau eru skilgerð, kallast og eru að lögum skilgetin, með skilgetinna barna rjettindum, og teljast beint skilgetin, gagnstætt óskilgetnum börnum.

Þá skal jeg minnast á 14. gr. Henni er ofurlítið breytt, í þá átt að binda dómarann meira en frv. ætlast til. Jeg tel það ekki til bóta, en legg á hinn bóginn ekki mikla áherslu á þetta atriði.