27.04.1921
Efri deild: 53. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 501 í B-deild Alþingistíðinda. (709)

21. mál, afstaða foreldra til óskilgetinna barna

Forsætisráðherra (J. M.):

Okkur ber nú furðulítið á milli í þessu atriði, 14. brtt., og er það ekkert nýmæli, þó að deilur verði um þetta atriði, því að heilum lögfræðingaskólum ber á milli um þetta.

En ef nokkursstaðar er ástæða til að gefa dómurum lausan tauminn, þá er það einmitt í þessu.

Hvað snertir undantekninguna frá 14. gr., þá er það tekið fram í 19. gr., og hefði nægt að vísa til hennar. En þetta er svo ómerkilegt atriði, að um það skal jeg eigi fjölyrða.