06.05.1921
Neðri deild: 63. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 507 í B-deild Alþingistíðinda. (718)

21. mál, afstaða foreldra til óskilgetinna barna

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg gat þess við 1. umr. þessa máls, að 1. gr. væri öðruvísi orðuð en rjettast væri, en það getur þó í framkvæmdinni ekki haft neina þýðingu, svo jeg mæltist til þess við háttv. nefnd að lofa málinu fram að ganga, án nokkurra breytinga, svo frv. mætti að lögum verða. Á þetta hefir nefndin fallist, og að engin breyting er gerð, er sem sje í samráði við mig.