06.05.1921
Neðri deild: 63. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 508 í B-deild Alþingistíðinda. (721)

21. mál, afstaða foreldra til óskilgetinna barna

Frsm. (Sigurður Stefánsson):

Jeg skal fyrir hönd allshn. taka það fram, að þetta kom ekki beint til umr. í nefndinni.

Jeg hefi heyrt það og lesið það í blöðum, að ilt þætti, að ekki væri ákvæði í lögum, sem skyldaði móður til að feðra börn sín. Þó held jeg, að nefndin geti ekki tekið þetta upp nú. Því að vel gæti þá svo farið, að þetta yrði til að tefja framgang málsins á þessu þingi, eins og hæstv. forsrh. (J. M.) tók rjettilega fram. Engin vissa er og heldur fyrir því, hversu þessari breytingu yrði tekið í háttv. Ed.

Út í afstöðu mína til þessarar breytingar skal jeg ekki fara, nje heldur get jeg nokkuð ákveðið sagt um afstöðu nefndarinnar, ef hún tæki þetta mál til athugunar.