10.05.1921
Efri deild: 66. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2495 í B-deild Alþingistíðinda. (73)

Traustsleitun stjórnarinnar í efri deild

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg þakka háttv. deild greið svör og góð. Það hefir ekki tíðkast hjer áður að láta slíka atkvæðagreiðslu sem þessa fara fram umræðulaust, en jeg tel óhugsandi annað en það verði talið gott fordæmi að taka upp þann sið hjer, eins og alsiða er á öðrum þingum, í stað þess að eyða hvað eftir annað mörgum dögum í umræður um traust eða vantraust. (S. E. : Eru umræður bannaðar þar um málið?). Háttv. þm. (S. E.) veit eins vel og jeg, að slík mál eru einatt útkljáð í einum rykk á erlendum þjóðþingum.