17.02.1921
Efri deild: 2. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2496 í B-deild Alþingistíðinda. (74)

Ruðning úr landsdómi

Forseti (G. B.):

Stjórnarráðið hefir með brjefi, dags. 15. þ. m„ tjáð mjer, að farist hafi fyrir á árinu 1918 að kjósa varamenn í landsdóm, samkvæmt 8. gr. laga nr. 11, 20 okt. 1905, en nú hafi varamenn þessir verið kosnir á síðastliðnu ári, að tilhlutun ráðuneytisins. Af þessum kjörnu 72 varamönnum ber því nú að nefna frá 24.

Þessum tvennum tylftum manna má ryðja hvort heldur með einfaldri kosningu eða listakosningu. Þess hefir verið farið á leit við mig, að listakosning verði viðhöfð, og hefir mjer borist einn listi, sem á standa þessi nöfn:

Jón Ólafsson. kennari í Vík,

Eggert Pálsson, prófastur á Breiðabólstað,

Einar Jónsson, hreppstjóri á Kálfsstöðum,

Ólafur V. Briem, prestur á Stóra-Núpi,

Gísli Skúlason, prestur á Stóra-Hrauni,

Magnús Jónsson, bóndi í Klausturhólum,

Gísli Jónsson, bóndi á Stóru-Reykjum,

Guðmundur Einarsson, prófastur í Ólafsvík,

Kolbeinn Jakobsson, hreppstjóri í Unaðsdal,

Kristján Linnet, sýslumaður á Sauðárkróki,

Pálmi Pjetursson, kaupmaður á Sauðárkróki,

Pjetur Ólafsson, sýslunefndarmaður á Hranastöðum,

Stefán Stefánsson, bóndi á Varðgjá,

Ingólfur Bjarnarson, hreppstjóri í Fjósatungu,

Þórður Gunnarsson, hreppstjóri í Höfða,

Halldór Stefánsson, bóndi í Hamborg í Fljótsdal,

Sveinbjörn Guðmundsson, stöðvarstjóri á Reyðarfirði,

Einar Friðriksson, bóndi í Hafranesi,

Garðar Gíslason, kaupmaður í Reykjavík,

Klemens Jónsson, fyrv. landritari í Reykjavík,

Ottó N. Þorláksson, Vesturgötu 29 í Reykjavík,

Eggert Claessen, hæstarjettarmálaflutningsmaður í Reykjavík,

Helgi Sveinsson, bankastjóri á Ísafirði,

Ottó Tulinius, kaupmaður á Akureyri, alls 24 nöfn.

Fleiri listar hafa ekki borist, og lýsi jeg þá yfir því, að þessir tuttugu og fjórir menn, sem á listanum eru taldir, eru rjett kvaddir frá við ruðning úr landsdómi, og verða þessi úrslit tilkynt forseta landsdóms.

III. Áskorun um kvöldfundi.

Á 61. fundi í Nd., þriðjudaginn 3. maí, áður en gengið vari til dagskrár, mælti