03.05.1921
Neðri deild: 61. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 2497 í B-deild Alþingistíðinda. (75)

Áskorun um kvöldfundi

forseti (B. Sv.):

Mjer hefir borist eftirfarandi brjef:

„Vjer undirritaðir alþingismenn neðri deildar Alþingis leyfum oss hjer með að óska þess, að kvöldfundir verði sem oftast haldnir í deildinni, auk hinna venjulegu deildarfunda, til þess að flýta fyrir afgreiðslu málanna.

Neðri deild Alþingis,

3. maí 1921.

Sigurður Stefánsson, Pjetur Ottesen, Þórarinn Jónsson, Pjetur Þórðarson, Þorleifur Guðmundsson, Björn Hallsson, Einar Þorgilsson, H. J. Kristófersson, Jón Sigurðsson, Sveinn Ólafsson, Þorsteinn Jónsson, Eiríkur Einarsson, Jón A. Jónsson, Þorleifur Jónsson, Jón Baldvinsson, Jón Þorláksson.“

Þykir mjer gott að hafa brjef þetta í höndum, svo að jeg viti ger, hver vilji háttv. þm. er í þessu efni. En því hefi jeg eigi haldið kvöldfundi til þessa, að mál hafa verið í nefndum, og þær haft ærið að starfa, en meðan svo hefir verið, hafa kvöldfundir eigi verið tíðkaðir undanfarið. Hafa og nefndirnar farið þess á leit, að kvöldfundir væru ekki haldnir, og það síðast í gærkvöldi.