13.04.1921
Neðri deild: 42. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 711 í B-deild Alþingistíðinda. (810)

30. mál, fjáraukalög 1920 og 1921

Fjármálaráðherra (M. G.):

Það er aðeins örlítil skýring, sem jeg vildi gefa.

Ef 1. brtt. mín verður samþ., þá skoða jeg það sem yfirlýstan vilja deildarinnar, að styrkurinn til samningar orðabókarinnar skuli ekki greiðast Jakobi Smára, heldur gangi hann til föður hans sem uppbót á hans starf. Og með þessu er þá líka yfirlýst, að stjórnin hefir farið rjett að. Jeg legg mikið kapp á þetta, því að jeg vil fá skýr svör um, hvort háttv. deild fylgir mjer í þessu máli eða háttv. þm. Dala. (B. J.) eða háttv. þm. Str. (M. P.). Á bak við liggur verulegur stefnumunur.