13.04.1921
Neðri deild: 42. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 713 í B-deild Alþingistíðinda. (814)

30. mál, fjáraukalög 1920 og 1921

Frsm. (Magnús Pjetursson):

Jeg ætla ekki að blanda mjer neitt meira inn í deilurnar um þetta mál, en aðeins geta þess, út af því, sem hæstv. fjrh. (M. G.) skaut fram, viðvíkjandi atkvæðagreiðslunni um niðurfellingu styrksins til Jóh. J. Lynge, að samkv. 32. gr. þingskapanna er því miður ekki bannað að bera upp aftur atriði, sem samþykt hafa verið, heldur þau ein, sem feld hafa verið, en það get jeg sagt, að mjer finst það miður viðurkvæmilegt og móðgandi fyrir háttv. deild, að ætla hana svo ístöðulausa, að hún felli niður aftur það, sem hún fyrir nokkrum dögum hefir samþykt, og greiði þannig atkvæði ofan í sjálfa sig. Vænti jeg þess, að hún svari slíku á viðeigandi hátt.