30.04.1921
Efri deild: 59. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 793 í B-deild Alþingistíðinda. (849)

30. mál, fjáraukalög 1920 og 1921

Karl Einarsson:

Hæstv. atvrh. (P. J.) hefir beinlínis viðurkent, að maður þessi hafi verið rekinn úr stöðunni. Því að hann hefir viðurkent, að hann hafi fengið svo lítil laun, að hann hafi eigi getað borgað starfsfólkinu. Sem eigi er að undra, þar sem hann fekk eigi meira til starfrækslu stöðvarinnar en rúm 8300 kr., en síðar hefir gengið til starfrækslu hennar full 20 þús. kr.