30.04.1921
Efri deild: 59. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í B-deild Alþingistíðinda. (854)

30. mál, fjáraukalög 1920 og 1921

Jóhannes Jóhannesson:

Út af ummælum hv. 2. landsk. þm. (S. E.) skal jeg taka það fram, að engin skylda hvílir á ríkinu til þess að sjá embættismönnum fyrir bústað.

Þá vil jeg geta þess, að nefndinni virðist minningu Matthíasar Jochumssonar vera sýndur fullur sómi með því að veita ekkju hans hæstu eftirlaun, sem embættismannaekkjur geta fengið að lögum.