30.04.1921
Efri deild: 59. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í B-deild Alþingistíðinda. (855)

30. mál, fjáraukalög 1920 og 1921

Sigurður Jónsson:

Háttv. þm. Vestm. (K. E.) sagði, að það sæist, hvern sóma þm. gerðu sjer í atkvgr. um skaðabæturnar til stöðvarstjórans í Vestmannaeyjum. Jeg verð nú að álíta mjer það til ósóma, ef jeg greiddi atkv. með slíku máli eins og það liggur fyrir, alveg óupplýst. Enda virðist mjer málið miklu frekar dómstólamál en þingmál.

Út af því, sem hv. 2. landsk. þm. (S. E.) tók fram um brtt. 427,V., þá skil jeg hana ekki svo, að í henni felist neitt um það, hverja ábyrgð stjórnin á að taka gilda. Aðeins er málið sett í sama horf og það kom úr hv. Nd. Jeg vakti máls á þessu við síðustu umr., og get vel treyst stjórninni til að tiltaka ábyrgðina, og sætti mig því við þetta, sem nú liggur fyrir hv. deild.