30.04.1921
Efri deild: 59. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 796 í B-deild Alþingistíðinda. (856)

30. mál, fjáraukalög 1920 og 1921

Sigurður Eggerz:

Háttv. þm. Seyðf. (Jóh. Jóh.) kvað ríkissjóð eigi skyldan til þess að sjá embættismönnum fyrir bústað. Jeg vildi þá aftur benda hv. þm. (Jóh. Jóh.) á það, að sýslur eru alls ekki fremur skyldar til þess að sjá sýslumönnum fyrir bústað.