30.04.1921
Efri deild: 59. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 796 í B-deild Alþingistíðinda. (857)

30. mál, fjáraukalög 1920 og 1921

Frsm. (Sigurður Hjörleifsson Kvaran):

Með orðinu „bjarnargreiði“ vildi jeg alls ekki beina því til hv. 2. landsk. þm. (S. E.), að hann hafi viljað gera sýslumanninum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu neinu bjarnargreiða, heldur að þetta gæti orðið bjarnargreiði.

Um styrkinn til A. L. Petersens vil jeg geta þess, að mjer virðist, ef hann gengur í gegn, að þá muni koma kröfur um slíkar uppbætur hvaðanæva. Víða úti um land hafa stöðvarstjórar haft lítil laun, og geta því eins átt kröfu. Jeg tel þetta því varasama braut, og ástæðu til að mæla á móti.