11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 846 í B-deild Alþingistíðinda. (909)

5. mál, lífeyrissjóður embættismanna og ekkna þeirra

Fjármálaráðherra (M. G.):

Verði þessar brtt. samþyktar, hlýtur frv. að fara í sameinað þing, en mjer sýnast þær ekki svo mikilvægar, að ástæða sje til að etja slíku kappi. Verði þær aftur á móti feldar, þá er frv. orðið eins og það var, þegar það kom frá stjórninni. Enda eðlilegast, þar sem lög þessi eru svo ung — aðeins frá 1919 — að við þeim sje sem minst hreyft. Lögin eru fram komin eftir beiðni embættismanna, og því ekki rjett að breyta þeim nú í óhag þeim, sem við þau eiga að búa.

Jeg skal játa, að 1919 var skilinn eftir svolítill angi af eftirlaunalögunum, en þó að svo væri, sje jeg naumast ástæðu til að gera sjerstaka skipun fyrir þá, sem embætti fá eftir 1. jan. 1922.