21.02.1921
Efri deild: 5. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 848 í B-deild Alþingistíðinda. (914)

25. mál, skipulag kauptúna og sjávarþorpa

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Til þess að spara sjer prentun og pappír, hefir frv. það í þessu máli, sem lagt var fyrir aukaþing 1920 og ekki varð um sint þá, verið lagt fyrir nú óbreytt og án þess að prenta það upp, og skírskotast því til aths., sem því frv. fylgdu. Af því að aukaþingið var svo stutt, var ekkert við máli þessu rótað.