23.04.1921
Efri deild: 50. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 891 í B-deild Alþingistíðinda. (964)

28. mál, bifreiðaskattur

Fjármálaráðherra (M. G.):

Það eru aðeins örfá orð, sem jeg vildi segja um þetta frv. nú, og skal jeg ekki fara neitt inn á einstök atriði þess. Jeg vil aðeins láta í ljós þá ósk mína, að frv. verði vísað til fjhn., og um leið skjóta því til þeirrar nefndar, að hún athugi sjerstaklega 5. gr. frv., sem komst í gegnum Nd. með eins atkv. mun. Jeg vil mælast til þess, að hv. nefnd yfirvegi það, hvort ástæða sje til að binda hendur stjórnarinnar, með því að stofna sjerstakan sjóð af þessum skatti. Það liggur í augum uppi, að þessi sjóður kæmi hvergi nærri til að hrökkva til viðhalds þeirra vega, sem hjer er um að ræða, og þá virðist það vera lítið annað en fyrirhöfnin að vera að stofna sjerstakan sjóð, sem aldrei yrði fje í ári lengur. — Það er aðeins þetta, sem jeg vildi taka fram, og væri jeg háttv. nefnd þakklátur. ef hún feldi burt þessa gr. frv.