11.05.1921
Neðri deild: 67. fundur, 33. löggjafarþing.
Sjá dálk 908 í B-deild Alþingistíðinda. (985)

28. mál, bifreiðaskattur

Atvinnumálaráðherra (P. J.):

Hæstv. fjrh. (M. G.) tók nú eiginlega af mjer ómakið. Mjer væri kærast, að fjhn. tæki aftur sína brtt. Það er engin fyrirhöfn, þótt skatturinn sje látinn renna í sjerstakan sjóð. Sem sagt, jeg legg aðaláhersluna á það, að frv. verði nú samþ. hjer óbreytt, svo það þurfi ekki að fara aftur til Ed.